Færsluflokkur: Bloggar
Vilji fólk á annað borð hafa rithöfundalaun, sem geri höfundum kleift að helga sig ritstörfum, þá verður einhver að velja úr umsóknum, enda þótt dómnefndarsátar geri sér ljóst að þeir hafa ekki vísindalegan mælikvarða á bókmenntagæði, og vel gæti umsækjandi í framtíðinni unnið betri verk en hingaðtil, slíks eru mýmörg dæmi. Einnig vita allir sem til þekkja, að yfirlitsrit um t.d. bókmenntasögu eru ómissandi þeim sem vill kynna sér bókmenntir einhvers lands eða tímabils – enda þótt allir viti að slík yfirlitsrit hljóti alltaf að verða umdeilanleg, og séu raunar endurunnin hvað eftir annað. Það er nú einmitt einn aðalkosturinn við slík yfirlit, að þau vekja umræður, deilur, svo fremi að höfundar þeirra skirrist ekki við að fella afdráttarlausa dóma, segja rökstuddan kost og löst á verkunum, svo sem Jón Yngvi boðaði, og ýmsir gera í Íslenskri bókmenntasögu. Því finnst mér Anna alltof kredduföst í dómum sínum:
"Ef fræðimaður gerir sér fulla grein fyrir þeim annmörkum sem einkenna yfirlitsritin, skilur að þau eru oftast einfaldanir á flóknum hlutum og að flest loka þau frekar en opna fyrir samræður, eins og umræðan um Íslensku bókmenntasöguna hefur sýnt, svo ekki verður um villst [...] Það ætti nefnilega ekki að vera hægt að halda áfram að skrifa yfirlitssögu, að minnsta kosti ekki án þess að sú saga yrði óþekkjanleg á eftir[...] eru flokkadrættir og kvíar einkennandi fyrir Bókmenntasöguna nýju. Þar eiga sér hvorki stað samræður né átök, þrátt fyri að höfundar komi úr ólíkum áttum, skrifi ólíkan texta o.s.frv."
Eins og ég rakti (Mbl. 2.des. 2006) rekja ýmsir höfundar Íslensku bókmenntasögunnar mismunandi túlkanir sömu bókmenntaverka. Hvernig er hægt að halda því fram að slíkt "loki frekar en opni fyrir samræður", þar eigi "sér hvorki stað samræður né átök"?!
oernolafs@gmail.com
Höfundur er bókmenntafræðingur í Kaupmannahöfn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Örn Ólafsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar