Borgarahreyfingin og stjórnlagaþing

Ég sat kosningafund í Jónshúsi í Kaupmannahöfn kvöldið 16. apríl. Þar var margt fróðlegt að heyra og mæltist fulltrúum frambjóðenda vel. Eitt vakti þó sérstaka athygli mína. Fulltrúi Borgarahreyfingarinnar sagði eitthvað á þá leið, að brýnt væri að halda stjórnlagaþing til að endurskoða íslensku stjórnarskrána, þótt því hefði nú verið frestað. En hreyfing hans vildi ekki láta kjósa til þessa stjórnlagaþings, heldur ætti að velja AF HANDAHÓFI úrtak úr þjóðskránni til að sitja það. Síðan mættu þeir fulltrúar kveðja sérfræðinga sér til ráðgjafar, og einhverjar fleiri krúsidúllur komu til, sem ég nam ekki á fluginu.
Þetta er að snúa hlutunum á hvolf. Til að semja stjórnarskrárbreytingar á ekki að kveðja til Gunnu á Bakka, Jón Jónsson og fólk eins og mig, sem aldrei höfum fengist við slík málefni og þekkjum ekki til þeirra. Auðvitað á að kveðja til þess fólk sem hefur sett sig inn í málin. Sérmenntaða lögfræðinga, framáfólk úr stjórnmálaflokkum og stjórnsýslu, og gjarnan sérfræðinga eins og Björn Stefánsson í Reykjavíkurakademíu sem árum saman hefur rannsakað ýmis form lýðræðis. Hvernig á að velja þetta fólk? Besta aðferðin er væntanlega að óska eftir framboðum og kjósa úr þeim. Svo þegar stjórnlagaþing hefur gert sínar tillögur – gjarna með mismunandi valkostum sem velja á úr – ÞÁ á að leggja tillögurnar fyrir almenning í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ýmislegt má finna að atvinnustjórnmálamönnum sumum hverjum. En þessi fáránlega tillaga Borgarahreyfingarinna sýnir þó að atvinnustjórnmálamenn eru miklu fremri stjórnmálafúskurum og lýðskrumurum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Ólafsson

Höfundur

Örn Ólafsson
Örn Ólafsson
Bókmenntafræðingur, búsettur í Kaupmannahöfn. Sjá ennfremur www.oernolafs.dk \%a http://oernolafs.blogspot.com \%a http://journals.aol.com/oernolafs/artikler
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Örn53
  • ...berlindemo

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband